Tvítug í leit að betri framtíð

Þessi sýrlenska stúlka er meðal þeirra fjölmörgu sem flúið hafa …
Þessi sýrlenska stúlka er meðal þeirra fjölmörgu sem flúið hafa heimili sín að undanförnu. AFP

Hún er aðeins tvítug og missti heimili sitt og föður í stríðinu í Sýrlandi. Hún yfirgaf móður sína sem er í útlegð í Tyrklandi og er á leið til Svíþjóðar í von um að eignast betri framtíð.

„Ég verð að fara, ég á að fara, ég hef enga aðra möguleika,“ segir Nour í samtali við blaðamann BBC um borð í einni af lestunum sem flytja hana í gegnum níu lönd á leið hennar.

Ferðin er ekki áhyggjulaus, hún þarf að gæta þess að lögreglan nái henni ekki. Hún og aðrir hælisleitendur eru að niðurlotum komnir og keppast um sæti í rútum sem munu voandi flytja hana á áfangastað.

Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni má fylgjast með ferð Nour til Svíþjóðar en blaðamaður BBC fylgdi henni eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert