Frekari eyðilegging blasir við í Palmyra

Frá Palmyra
Frá Palmyra AFP

Sveitir Ríkis íslams hafa sprengt upp fleiri merkar byggingar í Palmyra, samkvæmt upplýsingum frá fornminjaráði Sýrlands. Nýjar fregnir herma að þær hafi sprengt upp turn í fornu borg­inni en fornminjar þar eru á heims­minja­skrá UNESCO.

Liðsmenn Ríkis íslams sprengdu nýverið upp Baal Sham­in-hofið og Bel-hofið í Palmyra. Í síðasta mánuði var Khaled al Asaad, for­stöðumaður forn­minj­anna, af­höfðaður af Ríki íslams og lík hans hengt upp á víðförl­um stað í Pal­myra, en sam­tök­in hafa ráðið borg­inni síðan í lok maí.

Pal­myra er vin í miðju einsk­is­mannslandi og hef­ur verið kölluð „Perla eyðimerk­ur­inn­ar“. Nafn henn­ar merk­ir Pálma­borg og hún er kennd við döðlupálma sem eru enn al­geng­ir á þess­um slóðum. 

Pal­myra er getið á töfl­um frá 19. öld fyr­ir Krist. Borg­in varð snemma mik­il­væg­ur án­ing­arstaður úlf­alda- og vagn­lesta á leiðinni milli Miðjarðar­hafs og Persa­flóa og einnig á Silki­leiðinni til Kína og Ind­lands. Blóma­skeið borg­ar­inn­ar hófst á fyrstu öld eft­ir Krist, þegar hún var hluti af Róma­veldi, og stóð í fjór­ar ald­ir. Henni tók síðan að hnigna og hún eyðilagðist að lok­um í jarðskjálfta árið 1089.

Pal­myra var einn af vin­sæl­ustu ferðamanna­stöðum Sýr­lands áður en stríðið í land­inu hófst árið 2011. Á ári hverju komu þangað um 150.000 er­lend­ir ferðamenn til að skoða forn­minjarn­ar, m.a. fal­leg­ar stytt­ur, meira en þúsund súl­ur og greftr­un­ar­svæði með um 700 graf­hýsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert