Hjartnæm skilaboð frá Obama

Forseti Bandaríkjanna Barack Obama
Forseti Bandaríkjanna Barack Obama AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skildi eftir hjartnæm skilaboð á Facebook síðunni Humans of New York í gær þar sem hann tjáði sig um sögu af írönskum dreng. Hét hann því að gera sitt til þess að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að gera heiminn betri. 

Ljósmyndarinn Brandon Stanton, sem er þekktur fyrir myndir sínar á Humans of New York síðunni, er á ferðalagi um Íran þar sem hann myndar daglegt líf Írana með stuttri frásögn.

Í gær birti hann mynd af feðgum í bænum Tabriz. Myndinni fylgja ummæli frá föður piltsin þar sem hann lýsir mannvininum syni sínum sem er tíu ára þennan dag sem myndin er tekin.

„Í dag er tíu ára afmælisdagurinn hans. Hann er afar tilfinningaríkur ungur maður. Hann hefur ánægju af því að leysa vandamál annarra. Þegar hann var fimm ára gamall kom hann með mér í búðina og við keyptum tvö pund af ferskum apríkósum. Ég lét hann bera pokann heima. Hann gekk aðeins fyrir aftan mig alla leiðina. Eftir einhvern tíma bað ég hann um að gefa mér apríkósu. „Ég get það ekki,“ sagði hann. Ég er búin að gefa þær allar. Ég vissi það þá að ég væri að ala upp mannvin.“

“Today’s his tenth birthday. He’s a very emotional young man. He likes to solve other people’s problems. One time...

Posted by Humans of New York on Thursday, 3 September 2015

Skömmu eftir að færslan birtist færsla frá Hvíta húsinu þar sem Obama skrifar (í lauslegri þýðingu):

„Þetta er hvetjandi saga. Eitt af því mikilvægasta sem þú upplifir sem foreldri er að sjá gildi sem þú hefur reynt að innleiða hjá barni þínu byrja að sjást í hegðun þeirra - og þessi hljómar vel í huga mér. Ég vona að þessi ungi drengur muni aldrei glata þeirri þrá að vilja hjálpa öðrum. Og ég ætla áfram að gera hvað sem ég get til þess að gera heiminn að stað þar sem hann og allt ung fólk sem líkist honum geti upplifað þrár sínar. (Og ef ég á einhvern tíma eftir að hitta hann þá vona ég að hann eigi apríkósu handa mér!) -bo“

The White HouseWhat an inspirational story. One of the most fulfilling things that can happen to you as a parent is to see the values you’ve worked to instill in your kids start to manifest themselves in their actions – and this one really resonated with me. I hope this young man never loses his desire to help others. And I'm going to continue doing whatever I can to make this world a place where he and every young person like him can live up to their full potential. (And if I ever get to meet him, I hope he’ll save me an apricot!) -bo

Frétt Vox

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert