Komin heim í líkkistu

Aylan upplifði aldrei lífið án stríðsátaka - það sama á …
Aylan upplifði aldrei lífið án stríðsátaka - það sama á við um öll sýrlensk börn fjögurra ára og yngri. AFP

Faðir Aylan, sýrlenska drengsins sem skolaði á land á tyrkneskri baðströnd, er kominn til heimabæjar fjölskyldunnar Kobane með lík eiginkonu sinnar, Rehan, og tveggja sona, Galip fimm ára og Aylan. Þau drukknuðu öll á flóttanum til Evrópu. 

Myndir af Aylan, sem var þriggja ára gamall, vöktu heimsathygli og birtu flestir helstu fjölmiðlar heims myndirnar. Enda þykja þær táknrænar um þá stöðu sem fleiri milljónir Sýrlendinga eru í. 

Abdullah Kurdi, (óvíst er hvort það er ættarnafn fjölskyldunnar en blaðamaður frá Kobane segir það vera Shenu. Kurdi sé einungis vísun til þess að þau eru Kúrdar), kom snemma í morgun til tyrkneska landamærabæjarins Suruc með líkkistur sona og eiginkonu. Bifreið sem flutti kisturnar og Abdullah hélt síðan áfram til Kobane í Sýrlandi en fjölmiðlafólk fékk ekki að fara yfir landamærin.

Tólf sýrlenskir flóttamenn drukknuðu á miðvikudag þegar tveir bátar sukku við í Eyjahafi við strönd Tyrkland en fólkið var að reyna að komast til grísku eyjunnar Kos. 

Myndir af líki Aylan voru birtar á samfélagsmiðlum strax á miðvikudag og birtu flestir fjölmiðlar myndirnar í gær. Lítill drengur látinn á ströndinni í Bodrum, táknmynd þeirra hörmunga sem flóttafólk upplifir. 

Í fjögur ár hefur stríð geisað í Sýrlandi þar sem milljónir hafa flúið heimili sín og tæplega 300 þúsund hafa týnt lífi. Eyðileggingin blasir við alls staðar og hafa margir flúið land, flestir til Tyrklands, 1,8 milljón, Líbanon, 1,3 milljónir hið minnsta og um 700 þúsund í Jórdaníu. Talað er að um 300 þúsund flóttamenn hafi komið til Evrópu í ár, flestir frá Sýrlandi, Afganistan og Írak. Um 80% þeirra flóttamanna sem koma til hafa lögvarin rétt á að sækja um hæli vegna aðstæðna í heimalandinu.

Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hvetur ríki Evrópusambandsins til þess að sameinast um að taka á móti alls 200 þúsund flóttamönnum en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er gert ráð fyrir því að taka á móti 40 þúsund flóttamönnum í ár. Ljóst er að sú tala mun hækka og er víða fundað í ríkjum ESB þessi dægrin um hvað sé til ráða. Það styttist í veturinn og vandinn brýnn.

Abdullah og fjölskylda hans eru ekkert einsdæmi þegar kemur að lífi Sýrlendinga í dag. Fjölskyldan er frá Kobane en fór þaðan til Dam­askus árið 2012. Þegar lífið varð óbærilegt þar héldu þau til Al­eppo en þegar átök­in brut­ust út þar fóru þau til Kobane. En aft­ur, þegar átök brut­ust þar út (við skæru­liða Rík­is íslams) flúði fjöl­skyld­an til Tyrk­lands. Í janú­ar tókst að koma Ríki íslams í burtu frá Kobane og þá fór fjöl­skyld­an aft­ur heim í þeirri von að ástandið þar væri þannig að þau gætu haldið áfram með líf sitt.

En í júní komu liðsmenn Rík­is íslams aft­ur til borg­ar­inn­ar og tóku fjöl­marga íbúa í gísl­ingu. Á tveim­ur dög­um drápu þeir 200 borg­ar­búa. Óör­yggið neyddi fjöl­skyld­una til þess að leggja af stað út í óviss­una á nýj­an leik og ákvað hún að reyna að kom­ast til Evr­ópu í gegn­um Tyrk­land. Þau dvöldu þar í Bodr­um í einn mánuð, söfnuðu pen­ing fyr­ir ferðalag­i sem heitið var til Kanada þar sem ættingjar þeirra búa. Kanadísk stjórnvöld höfðu synjað þeim um hæli en þau ákváðu að reyna að komast þangað upp á von og óvon „Þau fóru til þess að leita að betra lífi,“ seg­ir blaðamaður frá Kobane sem þekkir sögu þeirra.

<blockquote class="twitter-tweet">

We couldn’t save <a href="https://twitter.com/hashtag/Aylan?src=hash">#Aylan</a>, but let’s try to save humanity! Writes our Editor <a href="https://twitter.com/FaisalJAbbas">@FaisalJAbbas</a>: <a href="http://t.co/vDpaCXF17t">http://t.co/vDpaCXF17t</a> <a href="http://t.co/gY2shLtxrW">pic.twitter.com/gY2shLtxrW</a>

— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) <a href="https://twitter.com/AlArabiya_Eng/status/639728652490424320">September 4, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Our campaign is urging our generous readers to help thousands of children like tragic Aylan <a href="http://t.co/5jPtC2Y9fO">http://t.co/5jPtC2Y9fO</a> <a href="http://t.co/rxhtcHJDNt">pic.twitter.com/rxhtcHJDNt</a>

— The Sun (@TheSun) <a href="https://twitter.com/TheSun/status/639637513053806592">September 4, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>



Abdullah faðir Aylan
Abdullah faðir Aylan AFP
Líkkistur fjölskyldu Abdullah á leið heim til Kobane
Líkkistur fjölskyldu Abdullah á leið heim til Kobane AFP
Forsíður spænsku blaðanna
Forsíður spænsku blaðanna AFP
Bresku dagblöðin
Bresku dagblöðin AFP
Aylan fannst látinn á baðströnd í Tyrklandi á miðvikudag.
Aylan fannst látinn á baðströnd í Tyrklandi á miðvikudag. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert