56 látnir eftir aurskriðu

Allavega 56 manns létust þegar aurskriða gróf niður heilt þorp í útjaðri höfuðborgar Gvatemala aðfaranótt föstudags. Enn er nokkur hundruð manns saknað, en skriðan eyðilagði 125 heimili. Um 3.000 manns misstu heimili sitt í hamförunum.

Lögregla, hermenn, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að leita í rústunum. Yfirvöld segja að um 600 sé enn saknað, en 34 hefur verið bjargað úr skriðunni. Þá slösuðust 25 aðrir í hamförunum.

Fjölskyldur hafa tilkynnt um textaskilaboð sem þær hafa fengið frá fólki sem talið er að sé fast undir skriðunni.

Yfirvöld á svæðinu höfðu beðið fólk sem bjó í nokkrum þorpum þar sem hætta var talin vera á aurskriðum að yfirgefa heimili sín og flytjast annað. Síðast óskuðu stjórnvöld eftir því í nóvember á síðasta ári.

Aurskriðan gróf stóran hluta af þorpinu.
Aurskriðan gróf stóran hluta af þorpinu. AFP
Björgunarsveitir hafa verið að störfum síðustu daga.
Björgunarsveitir hafa verið að störfum síðustu daga. AFP
Leitað er að fólki undir skriðunni með skóflum og öðrum …
Leitað er að fólki undir skriðunni með skóflum og öðrum sambærilegum verkfærum. AFP
Hús í þorpinu voru rústir einar.
Hús í þorpinu voru rústir einar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert