15 ára skaut lögreglumann í höfuðið

Frá Sydney.
Frá Sydney. AFP

Lögregla í Ástralíu handtók í dag fimm manns sem grunaðir eru um aðild að morði á lögreglumann í Sydney í síðustu viku. Ástralska lögreglan greindi frá því í dag að rúmlega 200 lögreglumenn hafi ráðist inn í nokkur hús og handtekið fimm karlmenn á aldrinum 16 til 24 ára.

Lögreglumaðurinn Curtis Cheng var myrtur á föstudaginn og var árásarmaðurinn, hinn 15 ára gamli Farhad Jaber, skotinn til bana á staðnum. Jaber á að hafa komið aftan að Cheng og skotið hann í höfuðið.

Í dag handtók lögregla annan unglingsdreng sem gengur í sama skóla og Jaber. Sá er 17 ára gamall og var hann yfirheyrður um skrif hans á samfélagsmiðlum þar sem hann varði gjörðir Jaber.

Frétt BBC um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert