Handsömuðu óvart morðingja

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint mbl.is/Brynjar Gauti

Tveir breskir lögreglumenn sem aðstoðuðu við að vakta strendur partístrandarinnar Magaluf í sumar höfðu óvart hendur í hári eftirlýsts morðingja.

Að því er Telegraph greinir frá voru lögregluþjónarnir, Martina Anderson og Brett Williams, þátttakendur í verkefni sem miðar að því að vinna gegn andfélagslegri hegðun Breta á erlendri grundu. Þau eyddu tveimur vikum í Magaluf og Ibiza við að aðstoða spænska kollega sína við að eiga við drukkna breska ferðamenn.

Verkefnið varð umdeilt þegar í ljós kom að þau Anderson og Williams hefðu ekkert vald til að handtaka vandræðagemsa og stimpluðu sig þar að auki út áður en kom að þeim tíma dags þar sem draga fór til tíðinda. Einnig sáust þau synda í hafinu og slappa af í sundlaug við hótelið sem þau gistu á. Eitthvað tókst þeimm þó að gera rétt því þau léku lykilhlutverk í að handsama James.

Lögregluþjónarnir voru beðnir um að aðstoða í heimilisofbeldismáli þar sem breskt par kom við sögu. Þegar þeir mættu á staðinn hafði gerandinn látið sig hverfa og konan vildi láta málið niður falla. Anderson og Williams héldu hinsvegar áfram að leita að gerandanum þar sem þau töldu fullvíst að hann hefði eitthvað að fela. James fanns í Calvia hverfinu í nágrenni Magaluf.

Maðurinn, Ashley Carlton James, hafði rofið skilorð eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi þar sem hann sat af sér tíu ára dóm fyrir manndráp. Hann var fangelsaður í júlí 2008 eftir að hafa verið dæmdur fyrir þátt sinn í dauða Uriel Johnson, námsmanns sem var stunginn til dauða í Bilston í Englandi. Nú er James í fangelsi í Madrid og bíður þess að vera framseldur til Bretlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert