Leita bandarísks flutningaskips

El Faro
El Faro AFP

Landhelgisgæsla Bandaríkjanna leitar nú eftirlifenda eftir að bandarískt flutningaskip sökk nálægt Bahamas eyjum í síðustu viku. Landhelgisgæslan birti í dag myndir á Twitter síðu sinni sem sýnir brot úr skipi fljótandi í Atlantshafinu. Ekki hefur þó verið staðfest að brotin séu úr skipinu sem nú er leitað en það heitir El Faro og voru 33 áhafnarmeðlimir um borð.

Skipið sökk þegar að fellibylurinn Joaquin gekk fyrir svæðið á fimmtudaginn. El Faro sendi frá sér neyðarkall á fimmtudagsmorgninum en ekkert hefur heyrst frá skipinu eða áhöfninni síðan. Phil Greene, forseti og framkvæmdarstjóri Tote Service, sem eiga El Faro sagði á blaðamannafundi í dag að kafteinninn hafi vitað af aðstæðum nálægt fellibylnum og hafði áætlanir um hvernig komast skyldi undan honum.

Landhelgisgæslan hefur leitað skipsins síðan á fimmtudaginn á svæði sem er stærra en Kalifornía. Af 33 áhafnarmeðlimum sem voru um borð hefur aðeins fundist einn látinn. Nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Frétt ABC

Landhelgisgæslan leitar skipsins og áhafnameðlimanna.
Landhelgisgæslan leitar skipsins og áhafnameðlimanna. AFP
Af Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert