Reyndi að skjóta þjóf á flótta

Konan var á bílastæði Home Depot verslunnar þegar að hún …
Konan var á bílastæði Home Depot verslunnar þegar að hún skaut að ræningjanum. AFP

Kona í úthverfi Detroit borgar í Bandaríkjunum tók málin í sínar eigin hendur og hóf skothríð að manni sem reyndi að hnupla vörum úr Home Depot verslun. Maðurinn særðist ekki en konan tók upp byssuna þegar hún sá öryggisvörð hlaupa út úr búðinni á eftir manninum.

Ekki er vitað hvort að konan, sem er með byssuleyfi, verði ákærð fyrir að taka lögin í sínar eigin hendur fyrir utan búðina.  Konan sem er á fimmtugsaldri, var á bílastæði verslunarinnar þegar hún sá öryggisvörðinn elta svartan mann um fertugt út úr búðinni. Þjófurinn stökk inn í bifreið sem beið hans og hóf konan að skjóta þegar bifreiðin keyrði í burtu. Lögregla telur að konan hafi skotið í eitt af dekkjum bifreiðarinnar.

Aðeins eru nokkrar vikur síðan að viðskiptavinur banka í öðru úthverfi Detroit skaut bankaræningja er hann flúði vettvang. Bæjarstjórinn á svæðinu varði gjörðir mannsins, sem er 63 ára gamall og með byssuleyfi. Bæjarstjórinn sagði að maðurinn hafi haft rétt á að skjóta að ræningjanum þar sem hann ógnaði honum á leiðinni útúr bankanum. Ræninginn var fluttur á sjúkrahús en hann var skotinn í báða handleggina og annan fótlegginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert