Elskar ekki Rússland „Stalíns og Pútíns“

Svetlana Alexievich.
Svetlana Alexievich. AFP

Svetlana Alexandrovna, sem fær bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, sagði í dag að fólk ætti ekki að láta undan þrýstingi alræðisstjórna. Hún hefur barist gegn alræði í heimalandi sínu, Hvíta-Rússlandi, og í nágrannaríkinu Rússlandi.

Frétt mbl.is: Svetlana Alexievich hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

„Á okkar tímum er erfitt að vera heiðarleg manneskja,“ sagði hún á blaðamannafundi í Minsk. „Það er engin ástæða til að láta undan og miðla málum við alræðisstjórnir, eitthvað sem þær treysta alltaf á að maður geri.

Hún sagðist elska Rússlandi, en ekki Rússland „Stalíns og Pútíns“ eins og hún orðaði það. Hún elskar Rússland „balletsins og bókmenntanna,“ en ekki landið eins og það er orðið undir stjórn Pútíns.

„Ég elska hinn rússneska heim, hinn blíða, mannvæna rússneska heim,“ sagði hún á blaðamannafundinum. „Ég hef enga ást á Beria, Stalín, Pútín og hvernig þeir leyfðu Rússlandi að sökkva,“ sagði hún og vísaði þar til fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna og yfirmanns leynilögreglunnar á tímum Stalíns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert