Húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen

AFP

Fulltrúar saksóknarar í Þýskalandi hafa framkvæmt húsleit í höfuðstöðvum bílaframleiðanands Volkswagen í Wolfsburg í dag. Aðgerðin er liður í rannsókn yfirvalda á útblásturssvindli fyrirtækisins.

Talsmaður saksóknara segir að tilgangurinn hafi verið að leita að gögnum sem tengjast útblástursmælingaprófum dísilbíla. Þetta kemur fram á vef BBC.

Húsleitin var gerð skömmu áður en Micheal Horn, forstjóri VW í Bandaríkjunum, mætti fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hneykslið. 

Michael Horn, forstjóri Volkswagern í Bandaríkjunum, sór eið áður en …
Michael Horn, forstjóri Volkswagern í Bandaríkjunum, sór eið áður en hann svaraði spurningum bandarískrar þingnefndar um hneykslið í dag. AFP

Greint var frá því í gær, að hann hefði viðurkennt í skriflegum vitnisburði að hann hefði vitað af svindlinu vorið 2014. Hann svarar nú spurningum þingefndarinnar, en hann hefur beðist afsökunar á málinu. 

Þýskir saksóknarar hófu rannsókn í síðustu viku eftir að hafa fengið tugi kvartana frá almennum borgurum og eina kvörtun sem kom frá Volkswagen. Saksóknararnir segja að þeir reyni nú að komast að því hver beri ábyrgð á svindlinu og hvernig það hafi verið útfært og framkvæmt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert