Þingmenn beittu táragasi í Kosovo

Stjórnarandstaðan í Kosovo notaði táragas og flautur til þess að trufla þingfund í dag. Var það gert til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að veita serbneska minnihlutanum í landinu aukin réttindi með nýjum reglum. Stjórnarandstaðan vill að ríkisstjórnin hætti við samning við Serbíu sem gerður var með aðstoð Evrópusambandsins.

Þrjú eða fjögur táragashylki voru opnuð á þingfundinum. Margir viðstaddir þurftu að leita læknishjálpar og leið yfir nokkra. Albin Kurti, formaður Vetëvendosje flokksins opnaði eitt hylkið. Hann kastaði síðar vatnsglasi að stjórnarþingmönnum. Enginn var handtekinn í kjölfar atviksins.

Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni voru gjörðir hópsins fordæmdar og kallaði forseti Kosovo, Atifete Jahaga,  atvikið „viðbjóðslegan verknað“.

Umfjöllun The Guardian. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert