Einn skotinn til bana á háskólasvæði

Texas Southern University í Houston.
Texas Southern University í Houston. Af Wikipedia

Að minnsta kosti einn lést í skotárás í háskóla í Texas ríki Bandaríkjanna í dag. Tilkynnt var um skotárásina í Texas Southern University í Houston um klukkan 11:30 að staðartíma og var svæðið girt af.

Maður sem grunaður er um verknaðinn hefur verið handtekinn samkvæmt færslu sem lögreglan í Houston birti á Twitter. Skotárásin átti sér stað við íbúðir á skólalóðinni samkvæmt frétt Sky News. 

Önnur skotárás var tilkynnt á svipuðum slóðum í nótt. Ekki liggur fyrir hvort að árásirnar tvær tengist. Fórnarlambið í þeirri árás var flutt á sjúkrahús en hefur nú verið útskrifað.

Í fréttatilkynningu frá skólanum kemur fram að skotárásirnar tvær hafi verið erfiðar fyrir allt háskólasamfélagið. Í yfirlýsingunni var einnig lögð áhersla á mikilvægi þess að allir nemendur, starfsfólk og gestir háskólans verði á verði og „tilkynni allt sem þeim þykir grunnsamlegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert