Er vakandi og getur staðið upp

Francois Hollande sæmdi Spencer Stone orðu heiðursfylkingarinnar í sumar.
Francois Hollande sæmdi Spencer Stone orðu heiðursfylkingarinnar í sumar. AFP

Spencer Stone, sem öðlaðist heims­frægð eft­ir að hann  tók þátt í að yf­ir­buga vopnaðan mann í franskri lest í sum­ar, er á batavegi en hann var stunginn fjórum sinnum í bringuna í fyrradag. Ráðist var á Stone í borginni Sacramento í Kaliforníu ríki.

Að sögn lækna er Stone vakandi og getur hann stigið upp úr rúmi sjálfur. Eins og fyrr segir var hann stunginn fjórum sinnum í bringuna aðfaranótt fimmtudags eftir að hann lenti í álfogum við hóp manna fyrir utan bar.

Stone undirgekkst tveggja tíma aðgerð og mun hann ná sér að fullu.

Lögregla leitar enn tveggja karlmanna en þeir eru grunaðir um verkanðinn. Samkvæmt heimildarmanni AFP reyndi Stone að verja vinkonu sína frá áreitni. Þá hófst rifrildið sem endaði með stunguárásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert