Greind aftur með ebólu

AFP

Skoskur hjúkrunarfræðingur Pauline Cafferkey, sem greindist með ebólu í desember, er enn með smitið, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Glasgow. Ekki er talið að hún geti smitað þar sem aðeins er um eftirstöðvar af sjúkdómnum að ræða.

Cafferkey, serm er 39 ára, er komin í einangrun á  Royal Free-sjúkrahúsinu í Lundúnum. Hún smitaðist af ebólu í fyrra þegar hún starfaði með ebólusjúklingum í Síerra Leóne. 

Í frétt BBC kemur fram að Cafferkey hafi verið í einangrun á sjúkrahúsinu í tæpan mánuð í byrjun árs. Hún leitaði til Queen Elizabeth-háskólasjúkrahússins í Glasgow á þriðjudag þar sem henni leið illa og þá kom í ljós að ebólan væri ekki farin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert