Sjö látnir hið minnsta

Að minnsta kosti fjórir Ísraelar og þrír Palestínumenn hafa látist í átökum í Jerúsalem og á Vesturbakkanum undanfarna daga. 

Óttast er að það sé enn einu sinni að sjóða upp úr í samskiptum þjóðanna en forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann fordæmdi harðlega árásir í garð saklausra araba og það hafa fleiri leiðtogar gyðinga gert.

„Þeir sem beita ofbeldi og brjóta lög - sama hver þeir eru- verða að svara fyrir gjörðir sínar í dómskerfinu,“ segir Netanyahu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert