Þjálfun nýrra uppreisnarmanna sett á bið

Maður situr í rústum heimili síns í Aleppo en hverfi …
Maður situr í rústum heimili síns í Aleppo en hverfi mannsins er undir stjórn uppreisnarmanna. AFP

Bandarísk stjórnvöld ætla að hætta að þjálfa upp nýjar hersveitir uppreisnarmanna í Sýrlandi og munu frekar einbeita sér að því að aðstoða hersveitir sem þegar eru starfandi. Munu Bandaríkjamenn útvega þeim búnað og vopn.

Það var harðlega gagnrýnt á sínum tíma þegar í ljós kom að uppreisnarmenn sem höfðu fengið þjálfun frá Bandaríkjamönnum hafi afhent bifreiðar og skotfæri til öfgamanna. Bandaríkin hafa varið 500 milljónum dollara í að þjálfa uppreisnarmenn og útvega þeim búnað. Í síðasta mánuði kom það síðan í ljós að aðeins fjórir eða fimm uppreisnarmenn sem Bandaríkin þjálfuðu eru enn í Sýrlandi.

Áætlað var að 5.400 uppreisnarmenn yrðu þjálfaðir á þessu ári og 15.000 á næsta ári. En í dag var því lýst yfir að áætlunin yrði sett á „bið“ og að ákvörðun yrði tekin síðar um framhaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert