Mikil hátíðarhöld í N-Kóreu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu fagna því í dag að 70 ár eru liðin frá stofnun norðurkóreska Verkamannaflokksins. Búist er við að hátíðarhöldin í dag verði þeim mestu í sögu landsins.

Her landsins stendur fyrir skrúðgöngu þar sem brynvarin ökutæki og flugskeyti voru ekin í gegnum höfuðborgina Pjongjang. Hermenn gengu fylktu liði á eftir. 

Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, stýrir hátíðarhöldunum. Fram kemur á vef BBC, að engum erlendum þjóðhöfðingjum hafi verið boðið að taka þátt. 

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, stýrir hátíðarhöldunum.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, stýrir hátíðarhöldunum. AFP
Hátíðarhöldin fara fram í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Hátíðarhöldin fara fram í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert