Pólland vann Bermúdaskálion

Pólsku heimsmeistararnir í brids.
Pólsku heimsmeistararnir í brids.

Pólland varð í dag heimsmeistari í opnum flokki í brids og varðveitir Bermúdaskálina næstu tvö ár. Frakkar urðu heimsmeistrarar í kvennaflokki og Badaríkjamenn í öldungaflokki.

Pólverjar spiluðu til úrslita við Svía og leikurinn var afar sveiflukenndur. Úrslitaleikurinn hófst á fimmtudag og Svíar náðu snemma góðu forskoti  en í gær snéru Pólverjar blaðinu við og virtust ætla að tryggja sér sigurinn. En í næst síðustu lotunni í morgun gekk allt upp hjá Svíum og þeir náðu yfirhöndinni aftur. Í síðustu lokunni komust Pólverjar aftur yfir, Svíar náðu síðan forustunni á ný en Pólverjarnir voru sterkari á endasprettinum.

Þetta er í fyrsta skipti sem Póllandi vinnur Bermúdaskálina en keppt hefur verið  um þann verðlaunagrip  frá árinu 1950. Í liði Pólverja er Michal Klukowski, sem er aðeins 19 ára að aldri og er hann yngsti bridsheimsmeistari sögunnar.

Í liðin Bandaríkjanna í öldungaflokki var Zia Mahmood, sem margoft hefur spilað hér á landi á Bridshátíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert