Engin viðvörun fyrir árásina

Wikipedia

Rússneska orrustuþotan, sem skotin var niður af Tyrkjum, í gær fékk enga viðvörun áður en skotið var á hana. Þetta fullyrti annar flugmaður rússnesku þotunnar í samtali við blaðamenn en hann er nú staddur á herflugvelli Rússa í Sýrlandi. Hinn flugmaðurinn var skotinn til bana þegar hann sveif til jarðar í fallhlíf eftir árásina.

Rússneska orrustuþotan var skotin niður í gær af tyrkneskri herþotu. Tyrkir segja að rússneska þotan hafi verið í tyrkneskri lofthelgi þegar hún var skotin niður. Áður hafi hún ítrekað rofið lofthelgina. Þessu hafa rússnesk stjórnvöld hafnað. Þotan hafi verið í lofthelgi Sýrlands. Hefur málið skapað mikla spennu í samskiptum ríkjanna.

„Við fengum enga viðvörun, hvorki um fjarskipti né sjónrænt. Það voru engin samskipti,“ sagði flugmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert