Skildi barnið eftir í jötu

Aðstæðurnar minna dálítið á frásögn Biblíunnar.
Aðstæðurnar minna dálítið á frásögn Biblíunnar. AFP

Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar að foreldrum ungabarns sem skilið var eftir í jötu í í kirkju í borginni. Þegar starfsmaður kirkjunnar kom úr hádegismat heyrði hann sáran grát í kirkjunni og fann barnið loks í jötu, vafið í handklæði.

Í jólaguðspjalli Biblíunnar segir um Maríu móður Jesú: „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi.

Í New York er heimilt að skilja börn eftir í kirkjum, á sjúkrahúsum og á lögreglu- eða slökkviliðsstöðvum án þess að eiga hættu á að sæta refsingu. Þó verður að skilja barnið eftir hjá einhverjum, ekki einsamalt líkt og í þessu tilviki og er því hafi leit að foreldrum barnsins.

Lögregla kannar nú myndir úr öryggismyndavélum og gengur hús úr húsi í nágrenni kirkjunnar. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert