Facebook-morðinginn fundin sekur um morð

.
. AFP

Bandarískur maður sem myrti eiginkonu sína og birti mynd af líkinu á Facebook hefur verið fundinn sekur um morð í Flórída.

Derek Medina játaði að hafa tekið myndina á síma sinn og sett inn á samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt BBC.

Honum tókst hins vegar ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi skotið eiginkonu sína, Jennifer Alfonso, 27 ára, í sjálfsvörn eins og hann hélt fram við réttarhöldin. Sagði hann að hún hafi beitt hann heimilisofbeldi árum saman. Hún hafi hótað honum með hníf þegar hann skaut hana til bana á heimili þeirra í Miami.

Saksóknari sagði aftur á móti að hún hafi legið í hnipri á gólfinu þegar hún var skotin átta sinnum. 

Þegar hann setti mynd af líkinu á Facebook að hann ætti von á því að vera dæmdur í fangelsi eða til dauða fyrir morðið. Saksóknari benti einnig á að Alfonso hafi óttast um líf sitt á þeim tíma sem hún var myrt, ágúst 2013. Hann hafi hótað því að drepa hana ef hún yfirgæfi hann og hún hafði sagt vinum sínum að hún vildi skilnað. 

Saksóknari, Katherine Rundle, sagði við réttarhöldin að engir foreldrar ættu að þurfa að sjá dóttur sína myrta og hvað þá að sjá lík hennar til sýnis eins og einhvern verðlaunagrip morðingjans á netinu.  

Medina, sem er 33 ára, á yfir höfði sér lífstíðardóm fyrir morðið.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert