Yfirbugaður á lóð Hvíta hússins

Hvíta húsið í Washington DC.
Hvíta húsið í Washington DC. AFP

Bandaríska leyniþjónustan, sem gætir öryggis forseta Bandaríkjanna, hefur handtekið mann sem klifraði óvænt yfir girðingu við Hvíta húsið í Washington DC.

Barack Obama Bandaríkjaforseti og fjölskylda hans voru heima en aldrei í hættu vegna atviksins. Gríðarleg öryggisgæsla er nú við bygginguna í kjölfar þessa.

Fréttavefur Sky greinir frá því að maðurinn hafi verið yfirbugaður af öryggisvörðum á lóð Hvíta hússins. Í kjölfarið var gerð mikil leit í námunda við húsið til að tryggja öryggi.

Ekki er vitað hvers vegna maðurinn klifraði yfir girðinguna, sem er um 3 metrar á hæð, en hann er sagður hafa haft skjöl eða aðra pappíra í fórum sínum er hann var yfirbugaður.

Ekki er óalgengt að menn klifri yfir girðinguna og hefur leyniþjón­ust­an meðal annars legið und­ir ámæli vegna ör­ygg­is­mála við Hvíta húsið að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert