Lögmaður í Sádi-Arabíu verðlaunaður

Walid Abulkhair
Walid Abulkhair

Lögfræðingur í Sádi-Arabíu, sem situr í fangelsi í heimalandi sínu fyrir mannréttindabaráttu, hlaut í dag virt mannréttindaverðlaun í Sviss.

Walid Abulkhair er þekktur fyrir að hafa verið verjandi Raif Badawi sem dæmd­ur var til að þola þúsund svipu­högg og sæta tíu ára fang­elsi fyr­ir að móðga íslam með skrif­um sín­um. Mál Badawi vakti gríðarlega athygli um heim allan en Abulkhair stýrir einnig mannréttindasamtökum í Sádi-Arabíu.

Abulkhair var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir að sverta ríkið og móðga dómskerfið.

Sá fyrsti til að hljóta Ludovic Trarieux International Human Rights verðlaunin var Nelson Mandela sem einnig sat í fangelsi í heimalandi sína fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu þáverandi stjórnvalda í Suður-Afríku, fyrir 30 árum. Það eru evrópsk samtök sem veita verðlaunin lögfræðingum sem hafa varið mannréttindi og barist gegn umburðarleysi og rasisma.

„Við vonum að verðlaunin muni leika hlutverk í að fá ákveðið fólk laust úr ánauð,“ segir formaður dómnefndarinnar, Jean-Marc Carnice.

Bloggarinn fær svipuhögg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert