Sjötta fjöldagröfin fundin

Kúrdískir hermenn auk nokkurs fjölda Jasída náðu bænum af liðsmönnum …
Kúrdískir hermenn auk nokkurs fjölda Jasída náðu bænum af liðsmönnum Íslamska ríkisins fyrr í mánuðinum. AFP

Fjöldagröf sem talin er geyma líkamsleifar yfir 120 manns fannst í bænum Sinjar í norðurhluta Íraks, að sögn embættismanna, í dag. Gröfin er umkringd sprengjum en öruggt er talið að í henni liggi Jasídar, fórnarlömb hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins sem réðu yfir bænum í rúmt ár.

Gröfin er sú sjötta sem finnst í og við bæinn frá því kúrdískir hermenn náðu bænum á sitt vald fyrr í mánuðinum með aðstoð loftárása vestrænna bandamanna sem einnig herja á Ríki íslams.

Gröfin sem nú fannst er sú stærsta hingað til en nýverið fannst gröf með líkamsleifum um 80 kvenna á eða yfir fimmtugsaldri sem liðsmönnum Ríki íslams þótti of gamlar til þess að hneppa í kynlifsánauð. Fastlega er búist við því að fleiri grafir eigi eftir að finnast.

Horft yfir Sinjar.
Horft yfir Sinjar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert