Sprengjuárás á búðir Sameinuðu þjóðanna

Frá vettvangi árásarinnar á Radisson Blu hótelið í Bamako fyrir …
Frá vettvangi árásarinnar á Radisson Blu hótelið í Bamako fyrir nokkrum dögum síðan. AFP

Tveir friðargæsluliðar og einn almennur borgari voru drepnir í sprengjuárás á búðir Sameinuðu þjóðanna í bænum Kidal í Malí. Fjórtán aðrir særðust í árásinni, en tveir hópar hryðjuverkamanna hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Fréttir af vettvangi segja að líðan þriggja hinna slösuðu sé alvarleg.

Árásin átti sér stað átta dögum eftir árás vígamanna á lúxushótel Radison Blu í Bamako, höfuðborg Malí. Létust þá 20 manns, en yfir hundrað manns voru teknir sem gíslar áður en sérsveitir Bandaríkjanna og hersveitir Malí frelsuðu þá.

Hryðjuverkahóparnir Al-Murabitoun, sem tengist Al-Qaeda og Macina Liberation Front (LWF) hafa lýst ódæðinu á hendur sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert