Smíða landamæragirðingu við Grikkland

Hermenn klára að reisa girðinguna í dag.
Hermenn klára að reisa girðinguna í dag. AFP

Makedónímenn kláruðu í dag smíði á landamæragirðingu á landamærunum við Grikkland, en fjöldi Evrópuríkja hefur smíðað slíkar girðingar til að reyna að koma í veg fyrir flæði innflytjenda og flóttafólks.

Her landsins kláraði þriggja kílómetra kafla í dag nálægt Gevgelija-landamærahliðinu sem er aðaltengingin milli höfuðborgarinnar Skopje og grísku borgarinnar Thessaloniki.

Makedónsk yfirvöld hafa ekki útilokað að smíða slíkar girðingar á fleiri stöðum, en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt. Núverandi girðing er 2,5 metra há og þegar hafist var handa við að reisa hana kom til kasta milli mótmælenda og lögreglumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert