Gæti verið dæmdur til dauða

Robert Lewis Dear.
Robert Lewis Dear. AFP

Maður sem er sakaður um að hafa myrt þrjá á heilsu­gæslu­stöð Plann­ed Par­ent­hood í Colorado í Bandaríkjunum á föstudaginn kom fram fyrir dómara í dag. Þar var honum tjáð að hann gæti verið dæmdur til dauða.

Sá ákærði, Robert Lewis Dear, klæddist varnarvesti og horfði niður þegar hann talaði við dómarann í gegnum sjónvarp. Fjölskyldumeðlimir fórnarlambanna fylgdust með í réttarsalnum.

Dear sagði lítið og svaraði spurningum dómarans ýmist játandi eða neitandi með rámri röddu. 

Ef Dear er dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi eða til dauða. Spurður hvort hann hefði einhverjar spurningar svaraði hann einfaldlega „Engar spurningar“.

Dear á að hafa farið inn á heilsugæslustöðina á föstudaginn vopnaður riffli. Þar drap hann lögreglumann og tvo almenna borgara. Þar að auki særði hann níu aðra. Fimm tímum eftir að hann gekk inn á heilsugæslustöðina gafst hann upp og var handtekinn af lögreglu. 

Frétt NBC.

Fyrri fréttir mbl.is:

Þrír létust í skotárás

Ekki fleiri barnshlutar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert