Hæsta bygging heims verður 1 km

Hér má sjá hæð turninsins í samanburði við aðrar byggingar.
Hér má sjá hæð turninsins í samanburði við aðrar byggingar. Af Wikipedia

Sádi-Arabar hyggjast reisa heimsins hæstu byggingu. Turninn verður 1 km að hæð, 200 hæðir með útsýni yfir Rauðahafið.

Hæsta bygging heims í dag er í Dubaí, Burj Khlifa. Sú bygging er „aðeins“ 827 metrar á hæð.

Í fréttatilkynningu vegna risaturnsins í Sádi-Arabíu segir að búið sé að tryggja fjármagn til byggingarinnar, 1,23 milljarða Bandaríkjadala. Turninn verður hluti af byggingakjarna og mun kosta um 2,2 milljarða dala að reisa hann allan. 

Bygging skýjaklúfursins er nú þegar hafinn og komin er mynd á fyrstu 26 hæðirnar. Turninn á að vera fullkláraður árið 2020.

Hér má lesa ítarlega frétt CNN um turninn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert