Sprenging í lífdíselvinnslu

Spænskir lögreglumenn að störfum.
Spænskir lögreglumenn að störfum. AFP

Tveir eru látnir eftir sprengingu í lífdíselvinnslu í austurhluta Spánar í dag, segja viðbragðsaðilar á staðnum. Þriðji starfsmaðurinn slasaðist illa.

Sprengingin varð um kl. 10 í morgun í lífdíselvinnslu Biocom Energia í Algemesi skammt sunnan við Valencia. Eldur kviknaði á staðnum og hafði slökkviliði tekist að ná niðurlögum hans kl. 12. Lögregla rannsakar nú orsök sprengingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert