Fabius yfirgefur ríkisstjórnina

Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, mun láta af embætti í dag en forseti Frakklands, François Hollande, er að kynna breytingar á ríkisstjórninni.

Hollande er afar óvinsæll í embætti forseta og nú eru aðeins 15 mánuður þangað til Frakkar ganga að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Hollande hefur hug á því að vera forseti áfram en miðað við fylgi í skoðanakönnunum eru ekki miklar líkur þar á.

Vinsælir Hollande jukust heldur í kringum árásirnar í París í nóvember en nú þremur mánuðum síðar er fylgið komið niður í 19%. Enn á ný er það mikið atvinnuleysi sem hefur þar mest áhrif.

Fabius, sem er 69 ára að aldri, mun væntanlega taka við sem dómsforseti stjórnlagadómstólsins, samkvæmt heimildum franskra fjölmiðla í morgun.

Laurent Fabius
Laurent Fabius AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert