Nýr utanríkisráðherra Frakklands

Jean-Marc Ayrault hefur tekið við sem utanríkisráðherra Frakklands.
Jean-Marc Ayrault hefur tekið við sem utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur tilnefnt fyrrverandi forsætisráðherrann Jean-Marc Ayrault sem næsta utanríkisráðherra landsins.

Hollande hefur einnig tilnefnt Emmanuelle Cosse, úr franska Græningjaflokknum, sem húsnæðismálaráðherra. Ákvarðanir forsetans eru liður í að styrkja pólitískt bakland hans en Hollande stefnir á endurkjör á næsta ári.

Laurent Fabius, fráfarandi utanríkisráðherra Frakklands, lét af embætti í gær. Eftirmaður hans, hinn 66 ára Ayrault, var forsætisráðherra á árunum 2012 til 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert