Vopnahlé í Sýrlandi

Leiðtogar helstu ríkja heims hafa samþykkt að gera hlé á vopnuðum átökum í Sýrlandi og tekur það gildi innan viku. Þetta var samþykkt á fundi fulltrúa ríkjanna sem koma að átökunum í Sýrlandi og fleiri ríkja. 

Vopnahléið nær hins vegar ekki til baráttunnar gegn hryðjuverkasamtökunum Ríkis íslams og al-Nusra Front.

Samþykkt var á fundinum að auka neyðaraðstoð í Sýrlandi og auðvelda flutninga á hjálpargögnum til stríðshrjáðra svæða. Þetta var meðal annars samþykkt af fulltrúum stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. Á sama tíma berast fréttir af framgangi stjórnarhersins, með stuðningi frá rússneska hernum í lofti, í Aleppo héraði. Átökin þar hafa kostað fleiri hundruð lífið og tugir þúsunda íbúa hafa flúið að landamærum Tyrklands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert