Fleiri árásir verða gerðar

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands.
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands. AFP

Forsætisráðherra Frakklands fullyrðir að fleiri stórar hryðjuverkaárásir verði gerðar í Evrópu. Ógninni þarf að svara með skýrum hætti og af fullum þunga, en þetta kom fram í máli hans á Munich Security Conference, öryggisráðstefnu sem haldin var í Munchen í morgun.

„Það verða árásir. Stórar árásir. Það er öruggt. Þessi ofur-hryðjuverk eru hér til að vera,“ sagði Manuel Valls. Jafnframt sagði hann það mikilvægt að Evrópulönd gerðu sér grein fyrir ógninni sem þau stæðu frammi fyrir.

Auk Valls voru meðal gesta Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Mikil ringulreið skapaðist í París hinn 13. nóvember á síðasta ári þegar hryðjuverkamenn gerðu árásir á knattspyrnuleikvangi, skemmtistöðum og Bataclan-tónleikahöllinni. 130 manns létu lífið í árásunum sem voru gerðar sama ár og hryðjuverkamenn Ríkis íslams réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í janúar í fyrra. Í þeim árásum létu 12 manns lífið.

Fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í París var minnst á Lýðveldistorginu, Place de …
Fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í París var minnst á Lýðveldistorginu, Place de la Republic, í ársbyrjun 2016. ERIC FEFERBERG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert