Dæmdur fyrir að dásama Ríki íslams

AFP

Breskur dómstóll dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í fimm ára fangelsi fyrir að dásama hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í gegnum þúsundir færsla á samfélagsmiðlinum Twitter.

Maðurinn, Mohammed Moshin Ameen, viðurkenndi að hafa notað 42 mismunandi Twitter-aðganga til þess að setja inn færslurnar á tímabilinu á milli mars og október á síðasta ári. Af þeim þóttu 250 vera öfgafullar. Ameen hafði áður reynt að komast til Sýrlands til þess að ganga í lið með hryðjuverkasamtökunum en sú tilraun hafði ekki tekist.

Verjandi Ameens sagði að öfgamenn hefðu nýtt sér umbjóðanda sinn og þá staðreynd að hann væri fyrir meðan það sem teldist vera meðalgreind samkvæmt frétt AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert