Fannst á lífi eftir tvær vikur

Bygging sem eyðilagðist í jarðskjálftanum.
Bygging sem eyðilagðist í jarðskjálftanum. AFP

Björgunarsveitir björguðu 72 ára karlmanni úr húsarústum á föstudaginn tveimur vikum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Ekvador. Maðurinn, Manuel Vasquez, sat fastur í rústunum allan þann tíma. Vasquez reyndi að vekja athygli á sér sem bar að lokum árangur.

Jarðskjálftinn reið yfir 16. apríl og kostaði 660 manns lífið. Fjölmörg hús hrundu vegna hans og þar á meðal húsið sem Vasquez var staddur í þegar skjálftinn átti sér stað. Hann var fluttur á sjúkrahús en hann hafði meðal annars orðið fyrir miklu vökvatapi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert