Handtóku alræmdan glæpaforingja

Lögreglan í Kólumbíu.
Lögreglan í Kólumbíu. Wikipedia

Stjórnvöld í Kólumbíu tilkynntu í dag að þau hefðu handtekið perúska glæpaforingjann Gerson Galvez. Hann var handtekinn á veitingahúsi í borginni Medellin.

Fram kemur í frétt AFP að Sameinuðu þjóðirnar og perúska lögreglan hafi lýst Galvez sem hinum nýja Joaquin „Chapo“ Guzman en með vísan í mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem handtekinn var í janúar eftir að hafa brotist út úr fangelsi á síðasta ári.

Forseti Perú, Juan Manuel Santos, hrósaði lögreglunni í Kólumbíu á samfélagsmiðlinum Twitter fyrir að hafa haft hendur í hári Galvez sem hann sagði einhvern hættulegasta glæpaforingja á svæðinu. Galvez verður afhentur perúskum yfirvöldum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert