Solheim ráðinn yfirmaður UNEP

Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, á fundi með Erik Solheim …
Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, á fundi með Erik Solheim fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Erik Solheim, fyrrverandi umhverfisráðherra Noregs, hefur verið ráðinn yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP.

Hinn 61 árs Solheim, starfaði áður sem formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD.

Hann var ráðherra umhverfismála og alþjóðlegrar þróunar í Noregi á árunum 2007 til 2012.

Solheim tekur við starfi Achim Steinar, sem hefur starfað sem yfirmaður UNEP síðastliðin tíu ár en höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Nairobi í Kenía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert