Stofnandi Pegida sektaður fyrir hatursummæli

Lutz Bachmann, stofnandi Pegida, mætti með ferkönntuð sólgleraugu í anda …
Lutz Bachmann, stofnandi Pegida, mætti með ferkönntuð sólgleraugu í anda ritskoðunnarkassa í réttarsal þegar málaferlin hófust. ROBERT MICHAEL

Stofnandi hinnar and-íslömsku Pegida hreyfingar var í dag dæmdur til að greiða tæplega 10.000 evra sekt fyrir að kalla flóttamenn „nautgripi“ og „úrhrök“ á samfélagsmiðlum.

Lutz Bachmann var dæmdur til að greiða 9.600 evrur fyri Facebook færsur sem hafði verið dreift víða.  

Dómarinn, Hans Hlavka, sagði augljóst að Bachmann bæri ábyrgð á yfirlýsingum sínum og að þær falli ekki undir málfrelsisréttinn.  Verjandi Bachmanns sagði að úrskurðinum yrði áfrýjað og saksóknarinn, sem hafði farið fram á sjö mánaða fangelsisdóm, hefur einnig sagst íhuga að áfrýja dóminum.

Pegida hreyfingin er mótfallinn innflytjendastefnu stjórnar Angelu Merkel kanslara Þýskalands.

Bachmann sagði réttarhöldinn vera „pólitísk sýndarréttarhöld“ og bauð hann dómstólum í birginn þegar réttarhöldin hófust með því að mæta í dómsal með gleraugu sem líktu eftir svörtu kössunum sem settir eru yfir augu fólks á ritskoðuðum myndum.  

Fullyrti að Bachmann hefði ekki skrifað færslurnar

Lögfræðingur hans, Katja Reichel, fullyrti að Bachmann hefði ekki skrifað færslurnar og að einhver kunni að hafa brotist inn á Facebook reikning hans.  Réttinum var hins vegar einnig sýnt myndband af mótmælum Pegida frá því í janúar í fyrra þar sem Bachmann virðist vera að verja Facebook færslurnar og segir að hann hafi bara „látið frá sér orð sem allir hafi sagt að minnsta kosti einu sinni.“

Mótmælafundir Pegida nutu mikilla vinsælda í byrjun síðasta árs og mættu allt að 25.000 manns á fundi samtakanna. Áhuginn virtist hins vegar dala í kjölfar frétta af því yfirdrifna kynþáttahatri sem kom fram í ummælum Bachmanns, sem og með birtingu sjálfsmynda af honum með hárgreiðslu og skegg í anda Hitlers.

Vinsældir Pegida jukust hins vegar aftur þegar tugur þúsunda flóttamanna og hælisleitenda tóku að streyma til Þýskalands síðla árs í fyrra.

Bachmann hefur ítrekað lýst hælisleitendunum sem innrásarliði glæpmanna á sama tíma og hann hefur skammast yfir sviksömum stjórnmálamönnum og lygapressu sem hann sakar um að stuðla að fjölmenningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert