Kasich dregur sig í hlé í kvöld

John Kasich, ríkisstjóri Ohio.
John Kasich, ríkisstjóri Ohio. AFP

John Kasich, ríkisstjóri Ohio, ætlar að hætta kosningaherferð sinni í forvali Repúblikanaflokksins í kvöld, samkvæmt aðstoðarfólks hans.

Þar með verður Donald Trump eini frambjóðandi repúblikana sem eftir stendur í kapphlaupinu.

Aðstoðarfólk Kasich hætti skyndilega við atburð í Washington og ákvað þess í stað að halda blaðamannafund í Columbus, höfuðborg Ohio, í kvöld.  

Samkvæmt einum ráðgafa Kasich mun hann tilkynna að hann ætlar ekki að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins sem næsti forseti Bandaríkjanna.

Ted Cruz, keppniautur Kasich og Trump, hætti við sitt framboð eftir að Trump bar sigur úr býtum í ríkinu Indiana.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert