Mega banna mentólsígarettur

Bannað er að selja mentólsígarettur í ríkjum Evrópusambandsins og sígarettupakkar …
Bannað er að selja mentólsígarettur í ríkjum Evrópusambandsins og sígarettupakkar mega ekki vera merktir vörumerkjum framleiðenda. AFP

Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að tilskipanir Evrópusambandsins um að sígarettur séu aðeins seldar í ómerktum pökkum og sala á mentólsígarettum sé bönnuð standist lög. Tóbaksrisinn Philip Morris og fleiri fyrirtæki höfðuðu málið til að fá reglunum hnekkt.

Tilskipun ESB tók gildi árið 2014 en auk Philip Morris vildi pólska ríkisstjórnin láta fella bannið við mentólsígarettum úr gildi. Philip Morris og British American Tobacco höfðuðu mál fyrir breskum dómstólum vegna reglna um merkingar á sígarettupökkum.

Reglur ESB kveða á um að pakkarnir megi ekki bera vörumerki framleiðandanna eða fullyrðingar um ágæti vörunnar. Í staðinn þarf að vera áberandi heilsufarsviðvörun á þeim. Tóbaksfyrirtækin halda því fram að reglurnar bjagi sameiginlegan markað Evrópusambandsríkja og grafi undan vali neytenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert