Viðvaranir þeki 65% sígarettupakka

Útlit er fyrir að Bretar banni reykingar í bílum þar …
Útlit er fyrir að Bretar banni reykingar í bílum þar sem börn eru farþegar. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fátt stendur í vegi fyrir því að reglur um útlit sígarettupakka verði hertar verulega innan Evrópusambandsins eftir að tóbaksframleiðendum tókst ekki fá þeim hennkt fyrir dómstóli sambandsins. Evrópudómstóllinn hefur lagt blessun sína yfir lög sem banna auglýsingar á rafrettum og kveða á um að varúðarmerkingar skuli hylja 65% sígaréttupakka.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að löggjöfin gengi ekki lengra en gæti talist nauðsynlegt og viðeigandi en tókbaksframleiðendur héldu því fram að Evrópusambandið væri að ganga of langt í þeim efnum. Nýju reglurnar taka gildi 20. maí en búist er við að taka muni eitt ár að selja eldri birgðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert