Forsætisráðherra Tyrklands víkur

Ahmet Davutoglu.
Ahmet Davutoglu. AFP

Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir að hann muni láta af embætti á landsfundi AK-flokksins síðar í þessum mánuði. Talið er að Davutoglu sé ekki lengur í náðinni eftir að hafa andmælt hugmyndum forsetans, Recep Tayiyp Erdogan, um að auka vald forsetans í landinu, að því er segir á vef BBC.

Í ávarpi sem Davutoglu flutti lýsti hann hins vegar yfir stuðningi við Erdogan og tók fram að hann bæri ekki kala til neins. 

Arftaki hans verður kosinn á fundinum sem fer fram 22 maí. 

Ráðgjafi forsetans sagði í dag að kosningum yrði ekki flýtt vegna þessa. Hann sagði ennfremur að nýr forsætisráðherra, sem væri meira á sömu línu og forsetinn, myndi styrkja Tyrkland og efnaghag landins, sem og að auka stöðugleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert