Stendur við ummæli sín um stefnu Trump

Cameron tjáði sig um Trump fyrir utan Downingstræti 10, þar …
Cameron tjáði sig um Trump fyrir utan Downingstræti 10, þar sem hann ræddi við blaðamenn ásamt Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. AFP/ADRIAN DENNIS

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist bera virðingu fyrir Donald Trump, forsetaefni repúblikana, fyrir að hafa komist gegnum forvalsferlið. Hann neitar hins vegar að draga til baka ummæli sín um tillögur viðskiptajöfursins um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna, en Cameron sagði þær rangar, heimskulegar og líklegar til að ala á sundrung.

Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn við Downingstræti 10 í dag, ásamt japönskum kollega sínum, Shinzo Abe, sem glotti eitt andartak þegar hugmyndina um Trump á næsta G7 fundi bar á góma.

George Papadopoulos, einn ráðgjafa Trump, sagði í samtali við Times á miðvikudag að hann teldi að Cameron ætti að rétta forsetaefninu sáttarhönd, t.d. í formi afsökunarbeiðni.

Guardian hefur eftir heimildarmönnum innan Downingstrætis að Cameron sé viljugur til að hitta Trump, líkt og önnur forsetaefni sem heimsækja Bretland og óska eftir viðræðum. Ráðherrann átti fund með Mitt Romney, þegar hann var forsetaefni repúblikana 2012.

Það er allt að því öruggt að Donald Trump verður …
Það er allt að því öruggt að Donald Trump verður forsetaefni repúblikana. AFP/SPENCER PLATT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert