Forsetaembættið ekki raunveruleikaþáttur

Obama segir mikilvægt að taka alvarlega þau ummæli sem Donald …
Obama segir mikilvægt að taka alvarlega þau ummæli sem Donald Trump hefur látið falla í gegnum tíðina. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í dag til þess að forsetaframboð Donald Trump og fortíð hans yrðu skoðuð vandlega, á sama tíma og hann varaði við því að forsetaembættið væri ekki raunveruleikaþáttur.  

„Við lifum á raunverulegum tímum og þetta er raunverulegt starf, ekki skemmtiefni,“ sagði Obama á fundi með fréttamönnum e hann var beðin um viðbrögð við framboði Trump, sem margir þekkja úr raunveruleikaþættinum „The Apprentice“.

„Þetta er kapphlaup um forsetaembætti Bandaríkjanna og það þýðir að hver einasti frambjóðandi, hver sá sem er tilnefndur, verður að uppfylla stranga staðla og þola að sæta nákvæmri skoðun,“ sagði Obama

„Það þýðir að við verðum að vera viss um að áætlanir þeirra standist.“

Trump hefur sætt miklum mótmælum, jafnvel innan repúblikanaflokksins, fyrir óheft og oft harkaleg ummæli sín, sem og tillögur, t.a.m. um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna , að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að halda innflytjendum úti og að draga úr fjárframlögum Bandaríkjanna til NATO svo önnur aðildarríki sambandsins þurfi að hækka sín framlög.

„Hann á að baki langan feril sem þarf að skoða vandlega og ég tel vera mikilvægt fyrir okkur að taka alvarlega þau ummæli sem hann hefur látið falla í gegnum tíðina,“ sagði Obama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert