Fjórtán látnir í fangaátökum

Brasilíska lögreglan.
Brasilíska lögreglan. Wikipedia

Fjórtán fangar létu lífið í átökum sem brutust út í tveimur fangelsum í norðausturhluta Brasilíu um síðustu helgi. Átökin blossuðu upp á milli hópa sem eldað hafa saman grátt silfur en fangaverðir í fangelsunum hafa verið í verkfalli.

Fram kemur í frétt AFP að ekki sé vitað til þess að nokkrir fangar hafi flúið en kallað var eftir aðstoð frá öryggissveitum Brasilíu til þess að stöðva átökin. Rannsókn er hafin á upptökum átakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert