Mikil fjölgun árása á flóttamenn

Nýnasistar í Þýskalandi.
Nýnasistar í Þýskalandi. AFP

Tæplega eitt þúsund árásir öfgahægrimanna á flóttamenn í Þýskalandi voru skráðar á síðasta ári sem er fimmfaldur fjöldinn frá árinu á undan samkvæmt frétt AFP en mikill fjöldi flóttamanna kom til landsins á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þýskum stjórnvöldum. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra sagðist ekki eiga von á því að dregið hefði úr fjölda árása á þessu ári þegar hann kynnti tölurnar. 

Samtals voru skráðar 923 árásir á árinu 2015 samanborið við 175 árið á undan. Bæði er um líkamsárásir að ræða, tilraunir til manndráps og glæpi á borð við að mála teikningar á veggi gegn flóttamönnum eða notkun nasistatákna til þess að ýta undir hatur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert