Dóttir Tutu svipt hempunni

Desmond Tutu.
Desmond Tutu. AFP

Dóttir mannréttindafrömuðarins Desmond Tutu hefur verið neydd til þess að láta af störfum sem prestur við biskupakirkjuna í Suður-Afríku eftir að hún gekk að eiga aðra konu. Kirkjan viðurkennir ekki hjónabönd samkynhneigðra.

Fram kemur í frétt AFP að Canon Mpho Tutu-van Furth geti ekki lengur tekið að sér kirkjulegar athafnir eins og giftingar, skírnir og jarðarfarir eftir að hafa neyðst til að skila inn leyfisbréfi sínu. Haft er eftir henni að faðir hennar sé sorgmæddur en þetta hafi ekki komið honum á óvart.

Hún segir að lög kirkjunnar geri ráð fyrir að hjónaband sé á milli konu og karls og að yfirmanni hennar hafi verið ráðlagt að svipta hana leyfisbréfi hennar eftir að hún gekk í hjónaband. Hún hafi hins vegar orðið fyrri til og skilað því inn.

Hjónabönd samkynhneigðra voru lögleidd í Suður-Afríku árið 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert