„Limljóðskáld“ látið laust

Thein Sein, fyrrverandi forseti Búrma. Ekki fylgir sögunni hvort að …
Thein Sein, fyrrverandi forseti Búrma. Ekki fylgir sögunni hvort að hið meinta húðflúr hafi verið af honum. AFP

Ungum manni, sem var fangelsaður fyrir að deila örljóði sem fjallaði um að hann væri með húðflúr af forseta Búrma á getnaðarlim sínum, var sleppt í dag eftir hálfs árs fangelsisvist. Ljóðskáldið var sakfellt fyrir ærumeiðingar í garð forsetans.

Maung Saungka er 24 ára gamall en hann var handtekinn í nóvember. Glæpur hans var að deila stuttri stöku á Facebook sem hljóðaði einhvern veginn á þessa leið: „Húðflúr af forsetanum á lim mínum, konan mín fann fyrir viðbjóði þegar hún giftist mér.“

Hann var sakfelldur á þriðjudag fyrir ærumeiðingar á netinu og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Þar sem hann hafði þegar afplánað svo langan tíma var honum sleppt.

Ekki kom fram í ljóðinu hvort húðflúrið væri af þáverandi forseta Búrma, Thein Sein, fyrrverandi herforingja sem eftirlét borgaralegri ríkisstjórn undir forystu Aung San Suu Kyi völdin fyrr á þessu ári.

Saungkha hefur neitað því að hann beri slíkt húðflúr í raun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert