Rýma flóttamannabúðir við landamærin

Ungir drengir bíða eftir að rúta flytji þá frá flóttamannabúðum …
Ungir drengir bíða eftir að rúta flytji þá frá flóttamannabúðum við Idomeni við landamæri Grikklands og Makedóníu. AFP

Grísk yfirvöld byrjuðu að rýma búðir sem flóttamenn hafa komið upp nærri Idomeni við norðurlandamæri landsins að Makedóníu. Aðgerðirnar hófust við dögun og verða þúsundir flóttamanna færðar í betur skipulagðar flóttamannabúðir. Flóttafólkið hafði áður neitað að færa sig.

Lögreglumenn stöðvuðu fréttamenn í að fara inn í búðirnar í morgun en þeir sáu rútur flytja lögreglumenn þangað inn á meðan þyrlur sveimuðu yfir. Óeirðalögregla tekur þátt í aðgerðunum en embættismenn segja að ekki standi til að beita valdi við flutning fólksins.

Búðirnar í Idomeni spruttu upp í febrúar eftir að landamærunum að Makedóníu var lokað. Um átta þúsund manns, flótta- og farandfólk, urðu þá strandaglópar þar. Fólkið kemur flest frá átakasvæðum Sýrlands, Íraks og Afganistans og hefur haldið til við illan kost í tjöldum. Það hefur fram að þessu hunsað tilmæli grískra yfirvalda um að færa sig í skipulagðar flóttamannabúðir vegna þess að það vill ekki fara fjær landamærunum, að því er kemur fram í frétt BBC.

Til stendur að ljúka brottflutningi flóttamannanna á tíu dögum., að sögn blaðamanns þýska tímaritsins Der Spiegel sem er á staðnum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert